Púttmótaröð barna og unglinganefndar GA

Púttmót barna- og unglinganefndar GA

Á hverjum laugardegi í vetur (út apríl) verður barna og unglinganefnd með
púttmót. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í karla, kvenna og
ungmennaflokki (yngri en 18 ára) eftir hvert mót en í lok apríl verða veitt
verðlaun í sömu flokkum fyrir bestu 8 hringina.
Spilaðir eru tveir hringir á laugardögum á milli kl 10 og 14, og er fyrsta mótið
þann 4. desember 2021. Tveir eða fleiri spila saman og skrá hjá hvor öðrum (ef
meðspilari finnst ekki þá munu þeir unglingar sem verða á staðnum aðstoða).
Skráning er á staðnum en nauðsynlegt er að komi fram fullt nafn og skrá báða
hringina (ef tveir eða fleiri eru jafnir er það lakari hringurinn sem telur).
Litlar 500 kr. kostar í hvert mót en hægt er að greiða með pening á staðnum eða
millifærslu á reikning 0162-05-200004, kt. 580169-7169 (sýna þarf
starfsmanni að millifærsla hafi átt sér stað)
Vonandi sjáum við sem flesta!

 

Nánari upplýsingar:
Brynja Herborg (fyrir hönd barna og unglinganefndar GA)
8440302