Púttmót til styrktar unglingum í GA

Næstkomandi sunnudag, 2. febrúar verður haldið púttmót í Golfhöllinni til styrktar unglingastarfi GA.

Mótið verður liðakeppni þar sem þrír verða saman í liði og tvö bestu skorin á hverri holu sem telja.  Mótið er 36 holu mót og því telja báðir hringirnir sem spilaðir eru. 

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu liðin auk þess verða veitt verðlaun fyrir "bestu nýtinguna á púttsvæðinu".

Verðlaun verða m.a. frá Nóa Síríus, Forever.is, Svefna og heilsa o.fl.

Verð á mann er 1000 krónur.

Mótið hefst kl. 11:00 og stendur til 15:00.

Unglingaráðið verður á staðnum og boðið verður upp á kakó, vöfflur og ýmislegt góðgæti á góðu verði.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest til að styðja við bakið á krökkunum okkar.