Púttmót á laugardagskvöldið

Á laugardagskvöldið verður Golfhöllin opin frá 19-22:30 og mun Anton Ingi stjórna púttmóti á meðan eða frá 20-22:30, 500kr kostar í mótið og verður aðeins tekið við peningum. Spilaðir verða tveir hringir og fær sigurvegarinn 80% af verðlaunaféinu í sinn vasa og 2.sætið fær 20%, allt mótsgjald fer í verðlaunaféið. Ef það verður jafnt í 1.sæti er ekki talið til baka heldur verða tekin 3 högg á mann í Trackman og sá sem verður næstur fyrirfram ákveðnu skotmarki vinnur. 

Við hvetjum sem flesta til að skella sér í Golfhöllina um kvöldið þrátt fyrir að Players mótinu hafi verið frestað og taka þátt í púttmótinu. Gengið verður inn um neðri dyr á Golfhöllinni.