Púttgrín og sláttursvæði opnar aftur í Golfhöllinni

Vegna tilslakana sóttvarnaryfirvalda munum við opna púttgrínið og sláttursvæðið í Golfhöllinni aftur í dag.

Við vekjum athygli á því að einungis mega 20 kylfingar vera í plássinu í einu og biðjum við fólk um að virða það og huga vel af eigin sóttvörnum.

Við munum hins vegar ekki opna kaffiaðstöðuna og verða borðin og stólarnir ekki í notkun þess vegna.

Nú er tíminn til að fara að fínstilla sveifluna enda styttist óðum í opnun Jaðarsvallar. Þá eru Klappir opnar og því tilvalið að skella sér þangað og æfa lengri höggin í blíðunni.