Pro-Am golfmót þriðjudaginn 3.ágúst

Dagana 5-8. ágúst fer fram á Jaðri Íslandsmótið í höggleik. Íslandsmótið var síðast haldið hér árið 2016 og var það mót afar vel heppnað og mörg frábær skor. Golfvöllurinn á Jaðri hefur farið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og er óhætt að fullyrða að hann sé með glæsilegustu keppnisvöllum landsins.
Í tilefni af Íslandsmótinu mun Golfklúbbur Akureyrar standa fyrir Pro –Am golfmóti sem fram fer þriðjudaginn 3. ágúst, tveim dögum áður en sjálft Íslandsmótið hefst og verður Jaðar því kominn í keppnisbúning. Það er mikil og stór framkvæmd að halda Íslandsmótið og er þetta mót stór liður í þeim fjáröflunum sem GA stendur fyrir til þess að Íslandsmótið verði hið glæsilegasta.
Hvert lið er skipað þremur fulltrúum frá hverju fyrirtæki sem þau velja sjálf ásamt einum þátttakenda úr Íslandsmótinu í höggleik 2021. Sá verður valinn af fulltrúm GA.
Allir leikmenn fá teiggjafir og veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í liðakeppninni sem og efsta sæti hjá einstaklingum.
Þátttökugjald fyrir hvert fyrirtæki/lið er 100.000 krónur
Dagskrá:
- Mæting kl. 12:00 – Léttar veitingar í boði GA og afhending skorkorta
- Setning móts kl. 12:40
- Ræst út af öllum teigum samtímis kl. 13:00
- Að móti loknu verður boðið til hamborgaraveislu og verðlaunaafhendingar í
golfskálanum á Jaðri.
Leikfyrirkomulag:
- Þátttakendur í Íslandsmótinu í höggleik leika einstaklingskeppni
- Í liðakeppni telja þrjú bestu skorin á hverri holu.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í mótið eigi síðar en sunnudaginn 1.ágúst. Júlí í síma 847-9000 eða með því að senda tölvupóst á steindor@gagolf.is
Með von um góð viðbrögð
Golfkveðja.
Steindór Kr Ragnarsson. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar