Ping G30 Demódagar!

Í tengslum við Hjóna- og paramót Golfskálans og GA sem fram fer á Jaðarsvelli á föstudag og laugardag þá ætlar Golfskálinn að bjóða upp á kynningu á G30 og Serene báða dagana, (8.-9.ágúst).

Þeir verða á æfingasvæðinu milli kl. 10-15 báða dagana með allt það nýjasta í Ping G30 og verða einnig með kvennakylfurnar frá Ping, (Serene).

Þeir verða með prufukylfur í G30 í driverum, brautartrjám, hybrid kylfum og járnum. Sama með Serene kylfurnar.

Þessi kynning er öllum opin og við hvetjum heimamenn og nærsveitamenn til að renna við og prufa allt það nýjasta frá Ping.