Pengs Open - Úrslit

Í dag fór fram Pengs Open við frábærar aðstæður. Er þetta í fyrsta skipti sem Pengs mótið fer fram og var það allt hið glæsilegasta. Allir keppendur fengu teiggjöf ásamt því að fá hressingu á 14. holu. Keppnisfyrirkomulag var höggleikur með og án forgjafar, nándarverðlaun voru svo á öllum par 3 holum. 

Höggleikur með forgjöf:
1. Hjörleifur Gauti Hjörleifsson, 66 högg (29 högg á seinni).
2. Aðalsteinn Árnason, 66 högg (34 högg á seinni).
3. Sæmundur Árnason, 67 högg.

Höggleikur án forgjafar:
1. Ólafur Auðunn Gylfason, 71 högg (Vann í bráðabana).
2. Fylkir Þór Guðmundsson, 71 högg.
3. Þorvaldur Jónsson, 71 högg.

Nándarverðlaun:
4. hola: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 1,72 m.
6 hola. Hermann Guðmundsson 3,81 m. 
11 hola. Fylkir Þór Guðmundsson 47,5 cm.
14. Björn Auðunn Ólafsson 2,51 m.
18. Jón Gunnar Traustason 2,18 m.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir lakasta skor, en þau hlaut Birgir Björn Svavarsson.

Í mótslok voru nokkrir heppnir kylfingar sem hlutu happdrættisvinninga. Mótstjórn vill þakka keppendum og Pengs fyrir glæsilegt mót og vonandi er það komið til að vera.