Páskamót - úrslit

Sigurvegarar í Páskamóti unglinga GA.

Þá er fyrsta innigolfmótinu - Páskamóti GA lokið. Mikil ánægja ríkti í Boganum og leikgleði þátttakenda mikil en 30 krakkar á grunnskólaaldri tóku þátt. 

Sigurvegari í eldri hóp var Björn Auðunn Ólafsson og í yngri hóp Kristján Benedikt Sveinsson. Fengu þeir Páskaegg frá Nóa-Síríus í verðlaun. Í lokin fengu allir þátttakendur tvö hænupáskaegg fyrir þátttökuna.

Svo er bara að mæta í Golfbæ á opnunartíma og fara að gera sig kláran fyrir sumarið