Páskamót í Boganum

Mótið er ætlað þeim sem eru á grunnskólaaldri eða yngri.

Þá tökum við forskot á sæluna og höldum innigolfmót. Mótið er ætlað þeim sem eru á grunnskólaaldri eða yngri. Það mun fara fram í Boganum mánudaginn 6. apríl kl. 09:00 að morgni til. Við ætlum að hafa nokkrar vippþrautir (chipp) þar sem stig eru gefinn fyrir hverja þraut. Við munum rukka 500 kr. í mótsgjald en á móti kemur að allir verða leystir út með litlum glaðningi.

Skráning fer þannig fram að senda þarf póst í síðasta lagi fyrir kl.16:00 sunnudaginn 5. apríl á netfangið snorberg@akmennt.is. Tilgreina nafn og árgerð viðkomandi með fyrirsögninni, Páskamót. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram svo við getum skipulagt mótið vel.

Síðasta æfing fyrir páska verður föstudaginn 3. apríl.

Æfingar hefjast svo að nýju miðvikudaginn 15. apríl. Þetta er sömu dagar og frí er í grunnskólum.

En þó að æfingar falli niður þá hvetjum við ykkur til að mæta í Golfbæ og æfa ykkur þó kennarinn sé ekki til staðar.