Óþreyjufullir kylfingar

Nú er vorið að banka á.......

Kylfingar eru orðnir mjög óþreyjufullir að fara að komast út að slá og spila.

Meðfylgjandi mynd náðist í gær laugardag af tveim kylfingum sem voru að æfa sig í "snjónum". Þeir sögðust bara ekki geta beðið eftir að fara að byrja úti. En enn er alltaf fullt í Golfbæ og menn og konur dugleg að æfa sveifluna og púttstrokuna. Frést hefur að einhverjir séu að leggja land undir fót og skoða velli sunnanlands en þar er eitthvað farið að opna inn á sumarflatir.

Fyrirhugað er að unglingarnir okkar fari að æfa utandyra um leið og þonar en þá eru uppi hugmyndir að skreppa á golfvöllinn á Þvérá. Nánar um það á síðu unglingaráðs. Tenging hér til hliðar á síðunni.

Golfhermirinn er í fullum "swing" og mikil aðsókn í hann. Hægt að er fá tíma í hann hjá Hauk bæði á æfingasvæði og 9 og 18 holur.

Síminn í Golfbæ 462 3846