Ósótt verðlaun fyrir mót 2018

Hægt verður að sækja verðlaun fyrir golfmót frá 2018 inn á skrifstofu GA í Golfhöll fyrir 7. desember.

Enn eru einhver verðlaun á skrifstofum GA þá sérstaklega úr Þriðjudagsmóti GA og viljum við biðja þá kylfinga sem hafa unnið til þeirra að sækja þau fyrir þessa dagsetningu. Ekki verður hægt að nálgast verðlaun á nýju ári.