Óskum eftir sjálfboðaliðum á morgun, sumardaginn fyrsta

Kæru félagar

Völlurinn kemur frábærlega undan vetri og er mikil spenna fyrir opnun. Þrátt fyrir nokkra góða daga þá teljum við að best sé að setja dúka yfir flatir þar sem næturfrost er í spákortunum næstu daga og mun það hlífa grasinu yfir þá daga. 

Við ætlum að hittast klukkan 10:00 upp í vélaskemmu á morgun, sumardaginn fyrsta, og leggja dúkana á flatirnar. Margar hendur vinna létt verk og viljum við því endilega fá sem flesta til að koma og aðstoða okkur. Með þessu munum við flýta fyrir vexti á flötunum og stuðla að því að þær verði í sem bestu ásikomulagi þegar við opnum völlinn.

Enn er frost í brautum en síðustu daga hefur þiðnað mikið og munum við áfram fylgjast með því og opna fljótlega þegar að hitatölurnar fara aftur hækkandi.