Óskum eftir sjálfboðaliðum á laugardag

Á laugardaginn næsta ætlum við að hittast í Skemmunni og leggja dúka yfir grínin.

Völlurinn er að koma vel undan vetri og hlökkum við mikið til að opna völlinn í flottu standi. Liður að því að hafa hann sem bestan er að setja dúka yfir grínin.

Þeir sem geta aðstoðað okkur eru beðnir um að koma á laugardaginn, klukkan 9:30, í Skemmunni.

Bjarni formaður tekur að sér verkstjórn og ef það eru einhverjir sem komast seinna geta þeir bjallað á Bjarna til að hitta á dúkafélagana í síma 660-1647.