Örvar Samúelsson jafnaði vallarmetið á Kiðjabergsvelli

Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar. Mynd/Valur/Heimasíða GKB
Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar. Mynd/Valur/Heimasíða GKB
Örvar jafnaði vallarmetið, spilaði á 68 höggum. 

Örvar Samúelsson úr GA lék flott golf í dag á íslandsmótinu sem haldið er á Kiðjabergsvelli og lauk leik á þremur höggum undir pari og er sem stendur í fimmta sæti. Með þessu skori jafnaði hann vallarmet sem Birgir Leifur setti á 1. degi mótsins.

Örvar var á parinu eftir fyrri níu holurnar og eftir að hafa leikið 11. holuna á 7 höggum, en hún er par fjórir, tók hann sig til og fékk fugl á síðustu sex holunum.

„Þetta var hreint útrúlegt og ég hef aldrei áður upplifað annað eins. Ég var á parinu eftir tíundu holu, en lék 11. holu á 3 höggum yfir pari. Ég var ekki par ánægður með það og ákvað þá að setja í annan gír og það gekk allt upp - sex fuglar í röð, á 12., 13., 14., 15., 16., 17. og 18. holu," sagði Örvar  í viðtali á heimsíðu GKB.

„Eftir þennan hring er það bara verðlaunasæti sem ég stefni að, það er ekki nokkur spurning. Þetta er besta skorið mitt á alvöru 18 holu velli, ég á 67 högg á Dalvíkurvelli en  hann er ekkert í líkingu við þennan völl. Ég verð nú bara að segja að þessi völlur er frábær. Hann er fljótur að refsa ef maður er ekki á braut og svo spilar vindurinn líka stóra rullu þegar hann blæs. Það er líka hægt að skora vel ef maður er vel á boltanum eins og ég var á lokaholunum," sagði Örvar í viðtalinu á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs.

GA á  2 keppendur á mótinu auk Örvars þá Björgvin Þorsteinsson, en hann er sexfaldur íslandsmeistari og er þetta í 47. sinn sem hann tekur þátt í íslandsmóti og  Hinrik Hinriksson og komst hvorugur þeirra í gegnum niðurskurðinn.