Örvar í 4. - 5. sæti á fyrsta móti Eimskipamótaraðarinnar

Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni
Um síðustu helgi fór fram fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á Akranesi. 
Við í GA áttum þar 6 keppendur, alla í karlaflokki (konurnar fjölmenna næst). 
Örvar Samúelsson spilaði best okkar manna og endaði í 4.-5. sæti á 147 höggum, en Ólafur Gylfason kom næstur á 153 höggum í 15. sæti og Samúel Gunnarsson var á 155 höggum í 21. sæti.  Kristján Gylfason, Friðrik Gunnarsson og Jason Wright voru einnig með fyrir hönd okkar í GA.
Nánari úrlit má sjá á golf.is