Örvar hafnaði í 9.- 13. sæti á Íslandsmótinu

Góður árangur hjá Örvari.

Örvar Samúelsson frá GA hafnaði í 9.-13. sæti á Íslandsmótinu í golfi sem haldið var í Kiðjuberginu sl. helgi. Örvar lék alls á 297 höggum en hann vakti verðskuldaða athygli á þriðja keppnisdegi, er hann jafnaði vallarmetið. Örvar lék þá hringinn á 68 höggum og deilir vallarmetinu með nýkrýndum Íslandsmeistara, Birgi Leifi Hafþórssyni.

Árangur Örvars á mótinu er góður og hefur þessi 19 ára strákur heldur betur minnt á sig í íslenskum golfheimi.

Frétt: www.vikudagur.is