Örvar fór holu í höggi

Örvar fyrir miðju
Örvar fyrir miðju

Örvar Samúelsson núverandi Akureyrarmeistari fór í fyrsta skipti holu í höggi í vikunni. Var það á 9. braut á Korpúlfsstaðavelli en sú braut er um 170 metrar að lengd. Örvar sló með 5 járni og segir að höggið hafi verið mjög gott, lágt punch, sem stefndi allan tímann beint á flaggið. 

Golfklúbburinn óskar honum innilega til hamingju með þennan merka áfanga, en þetta er í fyrsta skipti sem hann fer holu í höggi.