Orðsending frá vallarstjóra og vallarnefnd

Ekki hefur farið fram hjá neinum þessi góða tíð sem verið hefur undanfarna daga og eru kylfingar orðnir mjög óþreyjufullir að fara að komast út að slá og spila. Menn hafa verið að mæta á Jaðarssvæðið og slá í röffinu á milli brauta og er það vel.

Vill vallarstjóri og vallarnefnd koma þeim skilaboðum til kylfinga að það er með öllu óheimilt að slá inn á flatir og slá af brautum. Öll umgengni verður að vera til fyrirmyndar þar sem jarðvegurinn er blautur og viðkvæmur   En enn er alltaf fullt í Golfhöllinni og menn og konur dugleg að æfa sveifluna og púttstrokuna.

Golfhermirinn er í fullum "swing" og þokkalega góð aðsókn í hann. Hægt að er fá tíma í hann hjá Rúnari bæði á æfingasvæði og 9 og 18 holur.