Opnunartími um jól og áramót í Golfhöll - Áramótapúttmót

Opnunartími í Golfhöllinni um jól og áramót

Opið verður sem hér segir í Golfhöllinni

22. og 23. desember er opið frá kl 11.00 - 16.00

Lokað verður 24. 25. og 26. desember

27. - 28. desember er opið frá kl. 12.00 - 18.00

29. – 30. desember er opið frá kl. 11.00 - 16.00

Lokað 31. desember og 1. janúar

Minni á púttmót 30. desember – Áramótamót til styrktar unglingastarfi GA

Áramótapúttmót sunnudaginn 30. desember  

Nú gerum við okkur dagamun og mætum í Golfhöllina og púttum saman í skemmtilegu púttmóti og styrkjum í leiðinni unglingastarf klúbbsins.  

Golfhöllin opnar kl 11.00 en mótið hefst kl 12.00 og hægt verður að skrá sig til leiks til kl. 15.00  

Verð kr. 1.000.- fyrir fullorðna, kr. 500.- fyrir 18 ára og yngri  

Unglingaráð GA þakkar öllum þeim sem stutt hafa við bakið á unglingastarfinu á árinu sem nú er að líða og óskar öllum farsældar á nýju ári.

Gleðilega hátíð