Opnunartími hjá GA

Opnunartími á afgreiðslunni á Jaðarsvelli er frá 8-20 mánudag-fimmtudag og 8-18 föstudag-sunnudag.

Mun þessi opnunartími gilda út ágúst.

Þá viljum við benda fólki á að læsa á eftir sér á Klöppum og öðrum stöðum þar sem golfsett eru geymd en undanfarnar vikur höfum við heyrt af óprúttnum aðilum sem hafa verið að slæpast upp við golfskála þegar tekur að dimma og reynt að komast í golfbíla og golfsett.

Við viljum benda öllum á að fylgjast vel með og láta vita ef þið sjáið eitthvað athugarvert á kvöldin og læsa ávallt á eftir sér inn í bílageymslu við Klappir og eins í skápaplássi í fjósi og turnum. Golfbílar okkar eiga allir að vera innandyra eftir klukkan 9 þannig ef þið sjáið einhvern á bílum eftir þann tíma má endilega láta okkur vita. 

Við minnum GA meðlimi á að skrá sig alltaf á teig þrátt fyrir fleiri opnanir séu á vellinum á kvöldin en það er mikilvægur þáttur í tölfræði okkar að halda utan um spilaða hringi hjá GA félögum og öðrum.