Opnunarmót Jaðarsvallar sunnudaginn 1. júní

Opnunarmót Jaðarsvallar verður haldið sunnudaginn 1. júní

Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu GA í síma 462-2974 eða á skrifstofa@gagolf.is til að fá aðstoð með skráningu á rástíma.

Karlar spila af 54 teigum (gulir) og konur af 45 teigum (rauðir) karlar 70 ára og eldri og drengir 12 ára og yngri spila einnig af 45.

Verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og efsta sætið í höggleik án forgjafar. Einnig eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.

Mótsgjald er 5.000kr.

Veðurspáin lítur vel út fyrir sunnudaginn og hvetjum við kylfinga til að skrá sig hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=5105110