Opnunarmót Jaðarsvallar haldið 18. maí

Við erum gríðarlega ánægð hér hjá GA að geta boðið upp á opnunarmót Jaðarsvallar um miðjan maí þetta árið. Spilað verður á iðagræn sumargrín á öllum 18 holum vallarins.

Opnunarmót Jaðarsvallar 2019

Sumarið er gengið í garð hér fyrir norðan og því er ekkert í vegi fyrir því að halda fyrsta mót sumarsins. 

Veitt verða verðlaun í tveimur mismunandi flokkum, höggleik án forgjafar og punktakeppni og eru þau eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar

  1. Sæti: FJ Skór
  2. sæti: Dúsín af Titleist DT Trusoft + 6000 króna gjafabréf á Greifann
  3. sæti: Titleist derhúfa + 5000 króna gjafabréf á Greifann

Punktakeppni

  1. Sæti: FJ Skór 
  2. Sæti: Dúsín af Titleist DT Trusoft + 6000 króna gjafabréf á Greifann
  3. Sæti: Titleist derhúfa + 5000 króna gjafabréf á Greifann 

Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum: paráfylling á Klappir. 

Hámarksforgjöf er veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum. 

Unglingar 0-14 ára spila af rauðum teigum
Konur spila af rauðum teigum
Kalrar 70 ára og eldri spila af rauðum teigum
Karlar 15-69 ára spila af gulum teigum
Keppandi ber ábyrgð á að réttir teigar séu skráðir á skorkort sitt og spilað sé af réttum teigum. 

Verðlaun er hægt að nálgast á skrifstofu GA vikuna 20.maí - 24. maí.

Dómari mótsins er Tryggvi Jóhannsson 772-0399