Opnunarmót Jaðars á laugardaginn

Fyrsta mót sumarsins verður haldið nú á laugardaginn og verður Jaðarsvöllur formlega opnaður þetta sumarið með mótinu.

Mótið er höggleikur með og án forgjafar og það verður GA og Arctic fatnaður í verðlaun.

Skráning er nú opin á netinu.

Vonandi sjáum við sem flesta á laugardaginn.