Opnunarmót GA á laugardaginn

Á laugardaginn, 20.maí, ætlum við að halda opnunarmót upp á Jaðri! Það gleður okkur einstaklega mikið að geta boðið upp á 18 holu mót á sumargrínum svona snemma og hlökkum við til að sjá sem flesta á mótinu. Veðurspáin er fín og kemur völlurinn einstaklega vel undan vetri og því tilvalið fyrir kylfinga að byrja að lækka forgjöfina strax! 

Skráning fer fram á golf.is í síma 462-2974 eða á skrifstofa@gagolf.is