Opnunarmót Jaðarsvallar 29. maí

Þrátt fyrir að við höfum ekki ennþá opnað Jaðarsvöll hefur aldrei verið styttra í það og höfum við ákveðið að negla niður opnunarmót Jaðarsvallar laugardaginn 29. maí.

Mótið verður það fyrsta í sumar og hvetjum við að sjálfsögðu sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega móti. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin bæði í punktakeppni með forgjöf og í höggleik án forgjafar. 

Skráning fer fram hér

Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum: paráfylling á Klappir. 

Hámarksforgjöf er veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum. 

Unglingar 0-14 ára spila af rauðum teigum
Konur spila af rauðum teigum
Kalrar 70 ára og eldri spila af rauðum teigum
Karlar 15-69 ára spila af gulum teigum
Keppandi ber ábyrgð á að réttir teigar séu skráðir á skorkort sitt og spilað sé af réttum teigum.