Opnunarhátíð nýrrar golfinniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar

Laugardaginn 9. apríl opnum við glæsilega inniaðstöðu í kjallara íþróttahallar.

Heil og sæl

Laugardaginn 9. apríl bjóðum við þér að vera viðstaddur/viðstödd opnun á okkar glæsilegu inniaðstöðu í kjallara íþróttahallar v/Skólastíg.

Formleg opnun er kl. 14.00 en húsið er opið til kl 16.00

Hlökkum til að sjá ykkur – kaffi á könnunni

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér á síðunni þá er búið að leggja mikla vinnu í að koma inniaðstöðunni í gagnið. Búið er að vera opið núna frá því 1. apríl og eru allir sammála um það að vel hafi tekist til.

Búið er að leggja flatar og vippgras á gólfið - setja upp 18 holu púttvöll, móta æfingaflöt þar sem vippað verður inn á, á henni eru 3 holur og síðan er verið að ganga frá púttbraut með 2 holum.

Komið er net þar sem 5 kylfingar geta slegið í net og æft sveifluna.

Menn á vegum Akureyrarbæjar verða svo áfram að vinna að frágangi á eldvarnakerfi.

Þetta verður mikil og góð viðbót við þá aðstöðu sem kylfingar hafa í dag.

Opið verður virka daga frá kl. 11.00 - 22.00 og um helgar frá kl. 10.00 - 17.00

Öll vinna við framkvæmdirnar hefur verið unnin í sjálfboðavinnu og er ótrúlegt hvað nokkrir klúbbfélagar hafa gert mikið kraftaverk á húsnæðinu á stuttum tíma - Bestu þakkir til þeirra allra.