Opnunarhátið föstudaginn 10. júní

Nú er komið að því sem allir hafa beðið spenntir eftir.

Föstudaginn næstkomandi þann 10. júní verður okkar stórglæsilega æfingasvæði Klappir opnaðar kl. 17.

Starfsfólk GA, sjálboðaliðar og aðrir hafa unnið hörðum höndum síðastliðnar vikur og mánuði og erum við ánægð með það að geta opnað núna á föstudaginn kemur :)

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Klöppum!