Opnun nýsáningar á 3. braut á morgun, 4. ágúst

Það verður stór dagur á morgun þegar við opnum nýsáningu á 3. braut og verður hún því aftur komin í venjulega notkun. Við biðjum kylfinga um að ganga extra vel um svæðið enda er svæðið áfram viðkvæmt en hlökkum við til að geta boðið ykkur loksins upp á að spila brautina eins og uppleggið er.

Við opnum einnig nýjan rauðan teig á holum 2, 8 og 15 og svo færum við gula teigin á 15. braut aftur upp á sitt teigstæði. 

Veðrið er gott næstu daga og er að hefjast hjá okkur Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA á föstudag og hlökkum við til að taka á móti ykkur á vellinum.