Opnun Jaðars

Á morgun, sunnudaginn 18. maí verða fyrri níu á Jaðri opnaðar.  

Opnað verður inn á allar flatir, nema þá sjöundu þar sem við ætlum að gefa henni aðeins meiri tíma til að ná sér.

Laugardaginn 24 maí er svo áætlað að opna allar 18 holurnar sem og æfingasvæðið.

Hægt er að bóka sig í rástíma á gagolf.is.

Einnig minnum við ykkur á að sækja félagsskírteinin ykkar sem eru til afgreiðslu í golbúðinn á Jaðri. 

Þeir sem eiga eftir að ganga frá greiðslu félagsgjalds eru hvattir til að ganga frá því sem fyrst, ekki er hægt að fá félagskírteinið afhent nema búið sé að ganga frá félagsgjaldi.

Gleðilegt golf sumar!