Opnun nýju brautirnar á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 16.júní klukkan 14:00 verða nýju brautir 5 og 6 formlega opnaðar við stutta athöfn.

Í tilefni af því að á föstudaginn eru 100 ár síðan konur fengu kosningarrétt á Íslandi höfum við hjá GA ákveðið að fá fjórar vaskar GA konur til að vígja brautirnar. Þær eru þær Anna Freyja Edvardsdóttir, Halla Sif Svavarsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Andrea Ýr Ásmundsdóttir.

Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir og vonandi láta sem flestir sjá sig á þessum merku tímamótum.  Nú þegar opnað verður inn á þessar tvær nýju  brautir þá hafa allar flatir vallarins  verið endurbyggðar.  Nýju brautirnar eru einstaklega vel heppnaðar brautir og bæta völlinn umtalsvert.