Opnum Jaðarsvöll

Opnum á morgun miðvikudag kl. 13.00

Ágætu félagar

Nú er komið að því að opna völlinn okkar.

Við munum opna þann 1. júní 2011, kl. 13.00 – Rástímaskráning  

Nokkrir molar frá vallarstjóra og vallarnefnd

Eins og fram hefur komið hér fyrr í vor í fréttamolum til ykkar þá hefur kuldatíðin verið okkur óhagstæð og tíðin í vetur ekki góð fyrir völlinn. Mikil klakamyndun varð í vetur sem hélst fram í apríl og varð til þess að kalskemmdir urðu bæði á brautum og flötum. Búið er að vinna í vor alla þá vinnu sem hægt er til að koma flötum í leikhæft ástand og nú er bara beðið eftir hlýindum. 

Á þeim brautum sem ekki verður opnað inn á flatir, þar verður spilað á vetrarflatir og mun vallarstjóri svo setja inn á flatir um leið og ástand þeirra bíður upp á það.

 Unnið hefur verið í gerð nýrra teiga á brautum 1, 7 og 14 og þar munu verða settir pallar til að slá af fyrst um sinn meðan teigar jafna sig, einnig verða pallar á fleiri stöðum og ber kylfingum að nota pallana þar sem þeir eru.  

Gróðursetning – vantar herslumuninnÞað á aðeins eftir að gróðursetja og ætlar Sævar að mæta í dag kl 17.30 og óskar hann eftir nokkrum félögum með sér til að klára J  

Gangið vel um völlinn ykkar – hann er viðkvæmur núna í upphafi sumars.  

Kæru félagar megið þið eiga gott og ánægjulegt golfsumar J