Opna kvennamót Forever og GA

Golfklúbbur Akureyrar í samstarfi við Forever.is mun standa fyrir glæsilegu kvennamóti sunnudaginn 26. júlí næstkomandi.

Mótið er opið og keppt verður bæði í höggleik og punktakeppni.

Glæsileg verðlaun eru í boði og eru þau eftirfarandi:

Punktakeppni:

  1. sæti.  Vörur og gjafabréf frá Forever að verðmæti 80 þús. krónur og Imax golfkerra.
  2. sæti.  Vörur og gjafabréf frá Forever að verðmæti 70 þús. krónur.
  3. sæti.  Vörur og gjafabréf frá Forever að verðmæti 55 þús. krónur.
  4. sæti.  Vörur og gjafabréf frá Forever að verðmæti 30 þús. krónur.
  5. sæti.  Vörur og gjafabréf frá Forever að verðmæti 25 þús. krónur.

 

Höggleikur.

  1. sæti.  Vörur og gjafabréf frá Forever að verðmæti 50 þús. krónur og Cliq Gear golfkerra.

Ekki er ólíklegt að fleiri vinningar detti í hús :)

Skráning er hafin á golf.is og er þáttökugjald 4500 krónur.