Opna Herramót RUB23

Á föstudaginn er komið að Herramóti RUB23, veðurspáin er frábær og hvetjum við alla karlmenn að skrá sig í þetta flotta mót. 

Hið stórskemmtilega Herramót Rub23 verður haldið föstudaginn 15 júlí. Glæsilegir vinningar í boði fyrir þrjú efstu sætin, bæði í punktakeppni og í höggleik. Einnig eru verðlaun fyrir næstur holu á par þrjú holum vallarins. Best klæddi kylfingurinn verður að sjálfsögðu valinn og einnig fá allir þáttakendur teiggjöf frá Rub23. Vinsamlegast athugið að ræst er samtímis af öllum teigum og hefst mótið kl. 17:30. Mæting kl. 17:00.  Skráningin á netinu er því einungis til þess að hægt sé að raða sér saman í holl. Að leik loknum verður verðlaunaafhending og veisla í boði Rub23 þar sem einnig verður dregið úr skorkortum. Aldurtakmark er 18 ára og kostar 4.500kr í mótið.

Herramót RUB23 er bráðskemmtilegt mót og því tilvalið að skrá sig og taka þátt!