Opna FootJoy og Titleist á Jaðarsvelli 28. ágúst

Nú fer að styttast í síðasta opna mót ágústmánaðar, en það verður hið frábæra Opna FJ og Titleist mót sem við höldum í samstarfi við ÍSAM. Skráning er hafin í mótið á golfbox og hvetjum við alla til að taka þátt og eiga möguleika á þessum glæsilegu verðlaunum!

Opna FootJoy og Titleist verður haldið á Jaðarsvelli laugardaginn 28. ágúst.

Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum
Karlar 70+ leika af rauðum eða gulum teigum
Drengir til 14 ára leika af rauðum eða bláum teigum
Konur leika af rauðum teigum

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni karla og punktakeppni kvenna með forgjöf. Einnig verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið í höggleik karla og kvenna án forgjafar. 

Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins 

 

Punktakeppni karla: 

  1. sæti: Titleist TSi dræver
  2. sæti: Titleist TSi hybrid kylfa
  3. sæti: FJ golfpeysa og golfbolur

Punktakeppni kvenna: 

  1. sæti: Titleist TSi dræver
  2. sæti: Titleist TSi hybrid kylfa
  3. sæti: FJ golfpeysa og golfbolur

Besta skor karla: Titleist Pro V1x gjafaaskja með 4 dúsínum og Titleist derhúfa

 

Besta skor kvenna: Titleist AVX gjafaaskja með 4 dúsínum og Titleist derhúfa

Nándarverðlaun:
4. hola: Titleist lúffur og buff
8. hola: Titleist lúffur og buff
11. hola: Titleist lúffur og buff
14. hola: Titleist lúffur og buff
18. hola: Titleist lúffur og buff