Opna FootJoy og Titleist á Jaðarsvelli 28. ágúst

Opna FootJoy og Titleist verður haldið á Jaðarsvelli laugardaginn 28. ágúst og fer skráning fram á golfbox.golf eða hér.

Keppt er í punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar.

Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum
Karlar 70+ leika af rauðum eða gulum teigum
Drengir til 14 ára leika af rauðum eða bláum teigum
Konur leika af rauðum teigum
Karlar með undir 4,5 í forgjöf leika af hvítum teigum eða gulum
​Konur með undir 5,5 í forgjöf leika af bláum teigum eða rauðum
*Athugið að karlar 70+ og drengir til 14 ára þurfa að láta vita ef þeir ætla að spila af gulum eða bláum teigum, rauðir teigar eru sjálfvaldir.
*Athugið að karlar með undir 4,5 í forgjöf þurfa að láta vita ef þeir spila á gulum teigum og konur með undir 5,5 ef þær spila af rauðum

Glæsileg verðlaun frá FootJoy og Titleist eru fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna ásamt efsta sætinu í höggleik karla og kvenna. Einnig eru flott nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og lengsta teighögg á 15. braut. 

5.500kr kostar í mótið.