Opna Titleist/FJ mótið á Jaðarsvelli 27. ágúst

Laugardaginn 27. ágúst verður hið árlega Opna Titleist/FJ mótið á Jaðarsvelli. 

Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin í punktakeppni og efsta sætið í höggleik án forgjafar í karla- og kvennaflokki. Skráning fer fram á golfbox eða hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3608389 og skrá kylfingar sig sjálfir á rástíma. Rástímar eru gefnir frá 8:30-13:30 en verður mögulega bætt við ef fyllist í mótið. 

Mótið er stórglæsilegt eins og í fyrra og til mikils að vinna. 

Punktakeppni:

1.sæti: Titleist TSR dræver (kemur á markað 30/9) og Titleist derhúfa

2.sæti: Titleist TSR brautartré (kemur á markað 30/9) og Titleist derhúfa

3.sæti: FJ HydroLite regnjakki og FJ derhúfa

4.sæti: Titleist SM9 fleygjárn og Titleist derhúfa

5.sæti: FJ regnhlíf og FJ derhúfa

18.sæti: Titleist SC Select pútter og Titleist derhúfa

Besta skor karla:

4 dúsín af Titleist Pro V1 golfboltum og Titleist derhúfa

Besta skor kvenna:

4 dúsín af Titleist Pro V1x golfboltum og Titleist derhúfa

Nándarverðlaun:

4. hola: Titleist regnhlíf og FJ skópoki

11. hola: Titleist regnhlíf og FJ skópoki

18. hola: FJ Fuel golfskór

Hlökkum til að sjá sem flesta í Opna Titleist/FJ mótinu á Jaðarsvelli þann 27. ágúst.