Opna FJ og Titleist mótið á Jaðarsvelli 26. ágúst

Hið árlega Opna FJ/Titleist mótið verður haldið á Jaðarsvelli næstkomandi laugardag. Mótið hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarin ár og virðist engin breyting á því vera í ár en strax eru komnir yfir 100 skráðir keppendur í mótið.

Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Karlar 15-69 ára leika af 54teigum
Karlar 70+ leika af 45 teigum
Drengir til 14 ára leika af 45 teigum
Konur leika af 45 teigum

Veitt verða verðlaun fyrir efstu fimm sætin í punktakeppni með forgjöf opnum flokki og einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í karla og kvennaflokki ásamt nándarverðlaunum. Hér má sjá verðlaunin:

Punktakeppni:
1.sæti: Titleist TSR dræver og Titleist derhúfa
2.sæti: Titleist travel cover
3.sæti: FJ HydroKnit regnjakki og FJ derhúfa
4.sæti: Titleist SM9 fleygjárn og Titleist derhúfa
5.sæti: FJ regnhlíf og FJ derhúfa

Besta skor karla:
4 dúsín af Titleist Pro V1 golfboltum og Titleist derhúfa

Besta skor kvenna:
4 dúsín af Titleist Pro V1x golfboltum og Titleist derhúfa

Nándarverðlaun:
4. hola: Titleist regnhlíf og FJ skópoki
11. hola: Titleist regnhlíf og FJ skópoki
18. hola: FJ Fuel golfskór

Mótsgjald er 6.500kr og fer skráning fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4089312

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í mótinu en veðurspáin fyrir laugardaginn er frábær.