Opinn félagsfundur hjá GA

Ágætu GA félagar.

Boðað er til opins félagsfundur fimmtudaginn 20. október.  Verður hann haldinn í golfskálanum á Jaðri og hefst kl. 20.00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

- Steindór Kr. Ragnarsson vallarstjóri fer yfir sumarið í máli og myndum og hvað framundan er á Jaðri

- Sturla Höskuldsson golfkennari fyrir yfir sumarið, árangur okkar krakka í golfmótum sem og áherslur í golfkennslu og þau námskeið sem verða í boði í vetur.

- Ágúst Jensson framkvæmdastjóri fer yfir þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað á Jaðri undanfarin 3 ár og uppgjör á þeim.

- Skápaleiga og golfbíla leiga í kjallaranum á Klöppum verður kynnt.

- Almennar umræður um Golfklúbb Akureyrar.  Hvað er það sem okkar kylfingar vilja leggja áherslu á í viðhaldi á næstu árum, hvað er gott og hvað má gera   betur.

Steindór, Sturla og Ágúst munu sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum frá stjórn GA.

 

Hvetjum við að sjálfsögðu sem flesta GA félaga til að mæta og hafa þannig áhrif á starfsemi síns klúbbs!