Opinn dagur í Golfhöllinni á sunnudaginn

Golfklúbbur Akureyrar

Golfhöllin – Opinn dagur.

Frábær inniaðstaða: Þér er boðið á opinn dag í Golfhöllinni

Sunnudaginn 30. mars milli klukkan 12:00 og 18:00 ætlum við í GA að hafa opinn dag í  Golfhöllinni.  Öllum félögum í GA og gestum er boðið að koma og kynna sér þá frábæru aðstöðu sem stendur kylfingum til boða í golfhöllinni, sem er staðsett í kjallara íþróttahallarinnar.

-          18 holu púttvöllur ásamt 3 holu vippflöt

-          Fjórir básar til að slá í net

-          Rúmgott rými með Protee golfhermi

-          Rúmgott rými með Trackman kennslutæki og E6 golfhermi

-           Setustofa með sjónvarpshorni

Á opna deginum verður aðstaðan kynnt og félögum boðið að prófa allt ofangreint.  Ekki missa af tækifæri til að prófa golfhermana ásamt öðru og kynnast þannig hversu gaman getur verið að halda sveiflunni og stutta spilinu við í góðum félagsskap yfir veturinn.

 

Á opna deginum munu unglingar í GA standa fyrir púttmóti og kökusölu til styrktar æfingaferð til Spánar. Þátttökugjaldið í púttmótið er 1000 krónur og glæsileg verðlaun í boði.

"  Mér er óhætt að segja að inniaðstaða Akureyringa sé sú besta á landinu, en þeir notast við Trackman höggsjána, sem flestir atvinnumenn í stærstu mótaröðum notast við til að fá upplýsingar um boltaflugið, sveifluferil ofl.  Þegar veturinn er þetta langur eins og við þekkjum þá skiptir miklu máli að aðstaða sé góð til að æfa stutta spilið og einnig geta notast við nýjustu tækni til að gera sveifluæfingar markvissari og skemmtilegri".  Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golf

 

 

 Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.