Opið kvennamót Kanebo - Rose - Úrslit

Verðlaunahafar
Verðlaunahafar

Í dag var haldið glæsilegt kvennamót hjá GA.

Það voru 57 konur sem tóku þátt í þessu glæsilega móti sem var í boði Kanebo á Íslandi og Karls. K. Karlssonar

Petrea Jónasdóttir úr GA sigraði á 41 punkti, Jakóbína Reynisdóttir í GA var í 2. sæti á 39 punktum, Indíana Auður Ólafsdóttir var í 3. sæti einnig á 39 punktum. 2 voru jafnar á besta skori 85 höggum þær Petrea Jónsdóttir og Stefanía M. Jónsdóttir GR. Einnig var fjöldi aukaverðlauna og dregið úr skorkortum í mótslok. Karl. K. Karlsson bauð upp á hressingu að leik loknum.