Öldungamót 10-11 úrslit

Helstu úrslit úr 10-11.

10-11 öldungamótið er haldið ár hvert hjá GA og er þáttaka mjög góð á hverju ári. Keppt er í karla og kvenna flokki í tveimur aldursflokkum. Karlaflokkarnir eru 55+ og 70+, kvennaflokkarnir 50+ og 65+. Glæsileg verðlaun eru í boði Haga sem eiga og reka 10-11 búðirnar auk fleiri verslana. Þá koma Kjarnafæði og La Vita e Bella að mótinu en boðið er upp á glæsilegan kvöldverð í boði La Vita e Bella í mótslok.

Sigurvegarar þetta árið eru eftirfarandi:

Konur 50+.

Þórunn Alfreðsdóttir sigraði bæði með og án forgjafar á 47 /21 punkti. í 2. sæti með forgjöf var Sunna Borg með 41 punkt og í 3.sæti var Margrét S Níelsen með 33 punkta. Í 2. sæti án forgjafar var Guðný Óskarsdóttir með 20 punkta og í 3. sæti Sunna Borg með 18 punkta. Þessar konur eru allar í GA nema Margrét er í GR.

Konur 65+.

Þar voru þær GA konur Patricia Ann Jónsson og Guðrún Kristjánsdóttir í 1. og 2. sæti með og án forgjafar.

Karlar 55+. Punktar án forgjafar.

Í 1. sæti Þórarinn B. Jónsson 29 punktar, Jóhann Jóhannsson 27 punktar og í 3.sæti Ragnar Sigurðsson með 25 punkta.

Karlar 55+. Punktar með forgjöf.

Í 1. sæti Magnús Gíslason GA á 35 punktum, Þórarinn B. Jónsson GA í 2. sæti einnig með 35 punkta og Jóhann Jóhannsson GA í 3. sæti með 34 punkta.

Karlar 70+. Punktar án forgjafar.

Í 1. sæti Alfreð Viktorsson GL með 30 punkta, í 2. sæti Gunnar Sverrir Ragnars GA með 27 punkta og Ólafur A. Ólafsson NK í 3. sæti með 27 punkta.

Karlar 70+. Punktar með forgjöf.

Alfreð Viktorsson GL í 1. sæti með 23 punkta, Haukur Jakobsson GA í 2. sæti með 19 punkta og í 3. sæti Gunnar Sverrir Ragnars GA með 13 punkta.

Veitt voru nándarverðlaun á 4. og 18. braut og var Anna Freyja Eðvarðsdóttir GA næst á 4. 3,98m og Alfreð Viktorsson GL á 18. braut 4.02m frá.

Vill Golfklúbburinn þakka öllum þeim sem að mótinu komu fyrir veglegan stuðning og vinningshöfum til hamingju.

Forgjafarfl. I 0 (0%)
Forgjafarfl. II 18 (30%)
Forgjafarfl. III og IV 48 (70%)
Kylfingar með 35 punkta eða meira 3 (5%)
CSA leiðrétting +3