Okkur vantar galvaska sjálfboðaliða á morgun, föstudag.

Á morgun klukkan 16:30 ætlum við að leggja dúka yfir grín á vellinum okkar til að koma honum í enn betra stand.

Það fer að styttast í opnun vallarins og til að flatirnar séu sem bestar þegar við opnum er gríðarlega gott fyrir þær að liggja undir dúknum í einhvern tíma. Dúkarnir auka hitann í flötunum og gera gott.

Áætlað er að byrja 16:30 og verða dúkarnir og steypujárn í Vélaskemmunni ásamt bílum og kerrum til að keyra dúkana út á grínin og klárir fyrir þá sem geta hjálpað. Við stefnum á að breiða yfir flatir 6,9,11, 14-18 og fleiri ef tími gefst.