Öðrum degi lokið á KPMG Hvaleyrarbikarnum

Tumi er efstur af okkar mönnum eins og er
Tumi er efstur af okkar mönnum eins og er

Okkar fólk heldur áfram að standa sig vel á mótum fyrir sunnan og í gær fór fram annar hringur á KPMG Hvaleyrarbikranum í Hafnarfirði. Eins og áður hefur komið fram eru 4 kylfingar á því móti frá GA og hafa þeir staðið sig vel það sem af er móts. Tumi er að standa sig best af þeim fjórum en meðan þessi frétt er skrifuð er hann í 6. sæti. Eyþór Hrafnar er í 18. sæti, Víðir Steinar er í 48. sæti og Sturla er í 52. sæti.

Þetta var nokkuð tvískipt hjá okkar mönnum í gær en á meðan Eyþór og Tumi áttu góða daga var annað uppá bátinn hjá Víði og Sturlu. Víðir spilaði á 84 höggum (+13) en það voru margir skrambar sem sköðuðu hjá honum, Sturla var á 82 höggum (+11) en hann náði sér aldrei almennilega á strik. Eyþór lék á 73 höggum (+2) í gær og spilaði frábært golf en hann missti aðeins dampinn á síðustu 5 holunum sem hann spilaði 4 yfir pari, frábær hringur engu að síður. Tumi Hrafn spilaði á 72 höggum (+1) í gær og var mjög stöðugur allan hringinn.

Við óskum okkar mönnum góðs gengis í dag og hægt er að fylgjast með gangi mála HÉR.