Öðrum degi Akureyrarmótsins lokið

Tóti Páls fór holu í höggi á 4. holu í gær, geri aðrir betur
Tóti Páls fór holu í höggi á 4. holu í gær, geri aðrir betur

Í gær lauk öðrum degi í Akureyrarmótinu og ekki dalar árangurinn milli daga. Veðrið var aldeilis með leikmönnum í liði í gær en vindurinn hélt sér niðri um morguninn og hann var fljótur að detta niður eftir að það fór að blása að einhverju ráði. Vert er að nefna að Þórahallur Pálsson sló draumahöggið á 4. holu í gær, var högginu lýst af meðspilurum sem fallegu höggi með 7 járni en þetta er í fimmta skiptið sem Tóti fer holu í höggi. 

Í dag hefst þriðji dagur mótsins og er það síðasti keppnisdagur fyrir eftirfarandi flokka: 14 ára og yngri strákar og stúlkur, konur 50+, karlar og konur 65+, 3. flokk kvenna og 5. flokk karla. Við óskum þeim og öllum öðrum kylfingum góðs gengis í dag og hvetjum sem flesta til að kíkja uppá völl og fylgjast með glæsilegum töktum hjá þessum kylfingum.

Hér að neðan má sjá hver leiðir hvern flokk ásamt því með hversu höggum þau leiða.

Meistaraflokkur karla: Örvar Samúelsson - með 1 höggs forystu

Meistaraflokkur kvenna: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir - með 2 högga forystu

1. Flokkur karla: Starkaður Sigurðarson - með 1 höggs forystu

1. Flokkur kvenna: Brynja Herborg Jónsdóttir - með 7 högga forystu

2. Flokkur karla: Finnur Heimisson - með 1 höggs forystu

2. Flokkur kvenna: Guðrún María Aðalsteinsdóttir - með 3 högga forystu

3. Flokkur karla: Ólafur Helgi Rögnvaldsson - með 6 högga forystu

3. Flokkur kvenna: Hrefna Magnúsdóttir

4. Flokkur karla: Jón Ragnar Pétursson - með 24 högga forystu

5. Flokkur karla: Daníel Skíði Ólafsson - með 11 högga forystu

50+ karla: Bjarni Einar og Valmar Valduri - jafnir

50+ kvenna: Unnur Elva - með 6 högga forystu

65+ karla: Heimir Jóhannsson - með 6 högga forystu

65+ kvenna: Sólveig Erlendsdóttir - með 6 högga forystu

14 ára og yngri karla: Veigar Heiðarsson - með 4 högga forystu

14 ára og yngri stúlkna: Kara Líf Antonsdóttir - með 8 högga forystu