Nýtt vallarmet á Jaðri

Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék frábært golf á þriðja hring BOSE-mótsins á Jaðri. Aron gerði sér lítið fyrir og lék hringinn á sjö höggum undir pari eða 64 höggum! Þar með setti hann nýtt vallarmet á Jaðarsvelli en það gamla átti Bjarki Pétursson úr GB en það setti hann á Íslandsmótinu í fyrra eða 65 högg. 

Aron Snær fékk 8 fugla, 9 pör og einn skolla - svo sannarlega frábært golf hjá drengnum.

Þess má til gamans geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aron Snær setur vallarmet á Jaðri en á Íslandsmótinu í golfi í fyrra spilaði Aron fyrsta hringinn á 67 höggum sem var þá nýtt vallarmet á Jaðri en það stóð aðeins í einn dag í það skiptið. Spurning hversu lengi þetta fær að halda :)

Við óskum Aroni til hamingju með metið og einnig stórsigur á BOSE mótinu en mótið vann hann með 16 högga mun!