Nýtt æfingasvæði GA hefur fengið nafnið Klappir

Klappir
Klappir

Eins og vonandi flestir GA félagar vita þá var haldin nafnasamkeppni um nafn á nýja æfingaskýlið okkar sem á að taka í notkun næsta sumar.

Stjórn klúbbsins bárust fjölmargar tillögur og valin voru fjögur nöfn sem félagsmenn gátu valið á milli.

Úr varð að nafnir Klappir fékk flestu atkvæðin og mun æfingaskýlið okkar því heita Klappir.  Nafnið er bein skýrskotun í Miðhúsaklappir sem standa hér fyrir ofan Jaðar og munu blasa við kylfingum við æfingar í Klöppum.

Sigurvegari nafnasamkeppninnar er Jón Sigurpáll Hansen og óskum við honum til hamingju.