Nýr Trackman 4 í Golfhöllinni í vetur

Í vetur verðum við með tvo trackman 4 herma í Golfhöllinni og gefst því kylfingum tækifæri á því að æfa sig og spila við bestu mögulegu aðstæður. Trackman 3 hermirinn sem var í öðru herberginu verður færður inn þar sem hægt verður að slá í net í þeim hermi og verður hann mikið notaður fyrir kennslu bæði hjá börnum og fullorðnum.

Við minnum kylfinga á að enn eru í gangi októbertilboð í golfhermana okkar, 30% aflsáttur af fullu verði á kortum, hér má sjá nánar um það: https://www.gagolf.is/is/um-ga/frettir/oktobertilbod-a-kortum-i-golfhollina-30-afslattur

Þá eru Heiðar Davíð og Stefanía með tilboð í vetrarkennslu en fimm skipta kort kostar nú aðeins 20.000kr hjá þeim. Þau munu kenna í trackman hermi og því ekki þörf á að bóka og greiða fyrir afnot af trackman þegar farið er í kennslu til þeirra.

Kortin eru keypt á skrifstofu GA á milli 8-16 alla virka daga, einnig er hægt að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is fyrir frekari upplýsingar.