Nýr rekstraraðili veitingasölu á Jaðri

Í dag tóku þau Friðjón Helgason og Hafdís Rán Reynisdóttir formlega við lyklunum.  Golfskálinn og eldhúsaðstaðan hefur fengið töluverða uppliftingu og munu næstu dagar fara í frekari undirbúning. 

Fljótlega fer svo matarlyktin að sveima hér um og munu þau taka fagnandi á móti gestum hér á næstu misserum. Frekari fréttir af Jaðar Bistro verða svo aðgengilegar hér:https://www.gagolf.is/is/thjonusta-ga/veitingathjonusta

Freydís Rán, Steindór Kr. Ragnarsson og Friðjón Helgason

 

Um leið og Golfklúbbur Akureyrar óskar nýjum aðilum góðs gengis og hlökkum til samstarfsins viljum við þakka Jóni Vídalín kærlega fyrir frábært samstarf til fjölda ára og óskum við honum velfarnaðar í nýjum verkefnum. 

Jón Vídalín og Steindór Kr. Ragnarsson