Nýr Golfkennari til GA

Halldór formaður GA og David Barnwell
Halldór formaður GA og David Barnwell
David Barnwell ráðinn golfkennari.

Golfklúbbur Akureyrar hefur gert samning við David Barnwell um alla kennslu hjá klúbbnum.

 

David mun taka við starfinu af Árna Jónssyni sem lætur af störfum nú um áramótin.

 

David er ekki ókunnur félögum í Golfklúbbi Akureyrar hann bjó hér á Akureyri og starfaði við kennslu frá því 1986 eða í 16 ár áður en hann flutti sig suður fyrir heiðar.