Nýr bekkur, gefinn af Guðrúnu Margréti

Guðrún Margrét við bekkinn góða.
Guðrún Margrét við bekkinn góða.

Guðrún Margrét Kristjánsdóttir, elsti kylfingur GA, færði Golfklúbbnum frábæra gjöf í síðustu viku er hún kom með bekk sem er kominn austan við klúbbhúsið okkar.

Guðrún Margrét, sem varð 88 ára í janúar, vildi gefa þennan bekk til minningar um fallna GA félaga og kemur hann einstaklega vel út hér fyrir utan húsið.

Við hjá GA kunnum Guðrúnu bestu þakkir fyrir og vonum að kylfingar okkar og gestir njóti góðs af.